fbpx

17. september 2021

Frétt birt af Morgunblaðinu 17.09.2021

Bergið headspace hlaut í dag aukna fjár­veit­ingu upp á 12 millj­ón­ir króna en þrjú ár eru liðin frá því að sam­tök­in voru stofnuð í Iðnó þann 17. sept­em­ber árið 2018. Í til­efni af­mæl­is­ins var skrúðganga hald­in og mættu 500 ung­menni í hana en sú tala vís­ar í þann fjölda sem hef­ur leitað til Bergs­ins á síðustu tveim­ur árum. Var gengið niður Suður­göt­una og að Berg­inu fyr­ir há­degi í morg­un með tónlist og skemmt­un.

Sigþóra Bergs­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri seg­ir skrúðgöng­una vel heppnaða og kveðst hún afar ánægð með fram­lagið sem þeim barst en Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra, mætti í dag og skrifaði und­ir samn­ing með henni. Seg­ir hún 12 millj­ón­irn­ar hafa komið henni nokkuð á óvart. „Það var mjög gleðileg viðbót við dag­inn. Ég vissi nú bara af því í morg­un eig­in­lega, af upp­hæðinni. Þetta er svona auka fjár­veit­ing vegna Covid og ger­ir það að verk­um að við get­um ráðið til okk­ar fleiri ráðgjafa.“

Bergið veit­ir fría ráðgjöf og stuðning fyr­ir ungt fólk á aldr­in­um 12 til 25 ára. Að sögn Sigþóru eru eng­in skil­yrði fyr­ir þjón­ust­unni annað en ald­urstak­markið og er biðtíma haldið í lág­marki. „Við höf­um enga þrösk­ulda á því að þau komi, bara ef þeim líður illa eða finnst þeim þurfa að tala um eitt­hvað, hvað sem það er þá geta þau komið í ráðgjöf í Berg­inu. Við spyrj­um engra spurn­inga og setj­um eng­in skil­yrði önn­ur en ald­ur.

Við þurf­um öll hjálp ein­hvern tím­an í líf­inu, sér­stak­lega á þess­um aldri, þá erum við að ganga í gegn­um marga hluti og auðvitað eru marg­ir sem eru að kljást við al­var­lega hluti en bara að vera ung­ling­ur get­ur verið erfitt og þá er gott að vita að það sé ein­hver sem maður get­ur talað við.“

Vax­andi ásókn já­kvæð

Að sögn Sigþóru hef­ur ásókn farið veru­lega vax­andi upp á síðkastið og því kem­ur aukið fjár­magn sér sér­stak­lega vel.  

„Við höf­um náð að manna ásókn­ina hingað til og það er eng­inn biðlisti. Við höf­um al­veg náð að sinna þess­um fjölda og get­um al­veg sinnt ein­hverj­um meiri fjölda. Þannig við bjóðum alla vel­komna til okk­ar.“

Að mati Sigþóru er auk­inn áhugi á þjón­ustu Bergs­ins góðs viti. „Ég lít svo á að þetta sé mjög já­kvætt. Ég lít ekki svo á að það sé vegna þess að unga fólkið í dag þurfi eitt­hvað meira á hjálp að halda en áður. Ég held að svona úrræði hefðu al­veg nýst mér þegar ég var á mín­um aldri. Við lít­um svo á að þetta sé bara já­kvætt að við séum til staðar fyr­ir þenn­an hóp á þess­um tíma­punkti í þeirra lífi og get­um hjálpað þeim. Við lít­um á okk­ur sem for­vörn líka.“