Aðalfundur Samtaka um stuðningssetur fyrir ungt fólk var haldinn þann 9. mars síðastliðinn. Vegna aðstæðna í samfélaginu var fámennt en góðmennt.
Ársreikningur fyrir árið 2019 var samþykkturog ársskýrslan lögð fram en einnig voru lagðar fram tillögur að breytingu á lögum samtakanna. Helsta breytingin var sú að samþykkt var að breyta nafni þeirra í Bergið headspace.
Ný stjórn var kjörin. Í nýrri stjórn sitja: Sara Elísa Þórðardóttir og Guðmundur Fylkisson sem halda áfram úr fyrri stjórn, Sigrún Sigurðardóttir, Sigrún Össurardóttir og Ingvi Skjaldarsson. Varamenn voru kjörnir Þorbjörg Marínósdóttir og Aðalheiður Magnúsdóttir.
Stjórnin hefur kosið Sigrúnu Sigurðardóttur sem formann stjórnar.
Samtökin þakka fráfarandi stjórn fyrir góð störf og hlakka til nýs árs í starfssemi Bergsins headspace.