Aðalfundur Samtaka um stuðningssetur fyrir ungt fólk verður haldinn þann 8. apríl 2019, kl. 19:30 í nýju húsnæði Samtakanna að Suðurgötu 10, gult hús 1. hæð
Vakin er athygli á því að fyrir aðalfund verða lagðar umtalsverðar lagabreytingar, bæði breyttust áherslur í starfi samtakanna með þeirri miklu rannsóknar og skilgreiningarvinnu sem hefur átt sér stað frá því í haust en einnig eru samtökin að breytast frá því að vera að undirbúa stofnun stuðningssetur í að fara að reka slíkt stuðningssetur undir nafninu Bergið headspace. Grunnmarkmið samtakanna er þó alltaf það sama eins og nafnið ber með sér – að setja á fót stuðningssetur fyrir ungt fólk.
Auglýst er eftir skoðunarmönnum til næsta árs, einnig framboðum eða tilnefningum í ungmennaráð.
Listi með tillögu um stjórn verður lagður fyrir á fundinum en ef félagsmaður vill bjóða sig fram í stjórn, sendið framboð á bergid@bergid.is.
Dagskrá fundarins:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Ársskýrsla félagsstjórnar lögð fram til umræðu.
3. Kynning á stöðu mála og áætlaðri opnun Bergsins
4. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar
5. Fjárhagsáætlun yfirstandandi árs lögð fram
6. Lagabreytingar kynntar og bornar upp til samþykktar.
7. Ákvörðun félagsgjalds
8. Kosning stjórnar
9. Kosning Ungmennaráðs
10. Önnur mál og umræður
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest og deila með ykkur stöðu mála og hvernig við sjáum næstu skref. Við erum þakklát fyrir þann stuðning og áhuga sem þið sýnið Berginu og hlökkum til að fá ykkur sem flest með okkur að því að vinna að þessu frábæra verkefni.