
Aðalfundur Bergsins headspace félagasamtaka verður haldinn þann 10. mars 2022, klukkan 18 í húsnæði Bergsins, Suðurgötu 10, 101 Reykjavík.
Dagskrá fundarins er í samræmi við lög félagsins eftirfarandi:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Ársskýrsla stjórnar Bergsins lögð fram til umræðu
- Ársreikningar samtakanna lagðir fram til umræðu og samþykktar
- Fjárhagsáætlun yfirstandandi árs lögð fram
- Lagabreytingar
- Ákvörðun félagsgjalda
- Kosning stjórnar og skoðunarmanna
- Ákvörðun stjórnarlauna
- Önnur mál
Að sjálfsögðu verður stuð og stemming!
Vonum að sem flestir mæti sem áhuga hafa á starfi Bergsins headspace.
VIð hvetjum fólk að skrá sig í félagið til að geta tekið virkan þátt í starfssemi okkar – hér má skrá sig
Lagðar verða fram tillögur að breytingum á samþykktum félagsins. Breytingarnar miða að því að skýra tilgang og starfssemi Bergsins headspace, með það að markmiði að félagasamtökin fái skráningu á Almannaheillaskrá. Hér má sjá tillögur að nýrri samþykkt og gildandi samþykkt til samanburðar.
Auglýst er eftir tilnefningum eða framboðum í stjórn félagsins. Við hvetjum alla af öllum kynjum og aldri að bjóða sig fram til stjórnar, eina skilyrðið er áhugi á líðan og andlegri velferð ungs fólks. Endilega sendið inn tilnefningu eða framboð á bergid@bergid.is