fbpx

Bergið headspace opnar

Nú höfum við opnað fyrir þjónustu okkar. Við héldum opið hús á Menningarnótt sem markaði opnun þjónustunnar. Ýmsir flottir tónlistarmenn héldu uppi stuði, Kebabi, Alexandra og Regn.  Einnig héldum við aðra opnun þar sem Félags- og barnamálaráðherra og Mennta og menningarmálaráðherra héldu smá tölu og gestir skoðuðu aðstöðuna.
Okkur til mikillar gleði erum við farin að fá fjölmörg ungmenni til okkar. Það er svo gaman að hitta svo frábært ungt fólk sem treystir okkur til að finna út úr málum með sér.
Við hlökkum til að þróa þjónustuna í vetur og tökum fagnandi öllum ábendingum og tillögum um þjónustu.