Á afmæli Flensborgar þann 1. október síðastliðinn var Berginu færð vegleg gjöf.
Allur ágóði af Flensborgarhlaupinu sem hlaupið var 17.september rann til Bergsins, samtals 400.000 krónur.
Við hjá Berginu þökkum Flensborg fyrir þessa veglegu gjöf sem mun svo sannarlega nýtast vel við að veita ungu fólki ráðgjöf og stuðning.
