Ef þig vantar hjálp eða einhvern til að tala við hvetjum við þig til að hafa samband á netspjall: 1717.is, heilsuvera.is, bergid.is eða í síma: 1717, Bergid 571-5580, Píeta 552-2218
Það er stundum erfitt að stuðla að breytingum í lífinu, en það getur reynst hjálpsamlegt að búa til plan áður enn hafist er handa. Hér að neðan eru nokkrar tillögur sem gætu reynst hjálpsamlegar við sköpun áætlunar og spurningar til þess að koma þér af stað sem fengnar eru frá Headspace í Ástralíu (https://bit.ly/3n6M9rj).
Spurningar:
- Hvaða athafnir get ég gert? Hverjar þeirra hljóma skemmtilega? Hvað myndi þig langa til þess að prófa eða breyta? T.d. hlusta á tónlist, skrifa niður hugmyndir þínar, borða morgunmat á hverjum morgni?
- Hvenær myndir þú framkvæma athafnirnar? Hversu oft getur þú gert þær? T.d. fyrir svefninn, tvisvar í viku
- Hvernig munt þú vita hvort þessar athafnir eru að virka fyrir þig? T.d. þegar ég hlæ, þegar ég sef betur, þegar mér líður eins og ég geti tæklað erfiða hluti betur
- Hvað gæti hindrað mig í að framkvæma þessar athafnir? T.d. ég er of upptekin/nn/ið, ég á ekki réttu tól og tæki, ég er ekki viss hvernig á að framkvæma þær
- Hvar get ég fengið aðstoð við að koma þeim í verk? T.d. biðja vin/aðstandanda/fjölskyldumeðlin til þess að taka þátt með mér, sækja upplýsingar, fá lánuð tól og tæki
Þú gætir prófað þessar leiðir til að hjálpa athöfnunum að festast:
- Skrifa þær niður
- Setja áminningar
- Plana þær með fjölskyldu/aðstandendum eða vinum
- Skrá niður alla kosti sem athafnirnar gætu haft í för með sér
- Hugsa hvers vegna breytingarnar hefðu jákvæð áhrif

© headspace National Youth Mental Health Foundation Ltd, 2020.
headspace National Youth Mental Health Foundation is funded by the Australian Government Department of Health.