Bergið Headspace, úrræði fyrir ungt fólk, verður til húsa á Suðurgötu 10 í Reykjavík en leigusamningur þess efnis var undirritaður í morgun.
„Við erum ótrúlega ánægð að vera búin að festa okkur húsnæði. Þetta er frábært húsnæði á góðum stað í bænum, með sérstaklega góðum anda og góðum leigusölum,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir, einn af stofnendum Bergsins.
„En þetta er auðvitað ákveðið stökk og ákvörðun sem þurfti bara að taka,“ bætir hún við en leitin að rétta húsnæðinu hafði staðið yfir í hálft ár.