fbpx

Opið hús í Berginu 17. júní

Bergið bauð gestum og gangandi á opið hús þann 17. júní.
Fjöldi fólks kom við og naut veitinga í dásamlegu veðri.
Hljómsveitin Regn sló upp tónleikum og myndaðist útihátíðarstemning fyrir utan þetta fallega hús.
Okkur þótti vænt um þann áhuga sem fólk sýndi á okkur og því sem við erum að gera. Húsnæðið er ekki enn alveg tilbúið en okkur þótti mikilvægt að opna fyrir fólki og sýna hvernig við sjáum þetta fyrir okkur.
Hlökkum svo mikið til að opna fyrir þjónustuna okkar í ágúst.