fbpx
ráðherrar gefa vilja yfirlýsingu um fjárhagslegan stuðning við bergid.is

Vilja yfirlýsing um stuðning

Óvænt uppákoma varð á málþingi Geðhjálpar og Bergsins um geðheilbrigði ungs fólks þegar fimm ráðherrar mættu beint af ríkisstjórnarfundi og skrifuðu undir vilja yfirlýsingu um fjárhagslegan stuðning til Bergsins – Headspace næstu tvö árin.

Stuðningurinn hljómar uppá 60 milljón króna styrk, sem ætlaður er til að koma starfinu í gang. Sjá frétt frá www.visir.is hér fyrir neðan.

Bergið Headspace er fyrir ungt fólk undir 25 ára aldri og þangað geta þau leitað með öll sín vandamál, stór sem smá.

Headspace leiðin var upphaflega stofnuð í Ástralíu árið 2006 og hefur síðan breiðst til fleiri landa. Stofnandinn, sem var staddur á málþinginu segir mikilvægt að grípa inn í hjá ungu fólki um leið og vandamálin gera vart við sig.