Starfsfólkið okkar

Að samtökunum stendur fjölbreyttur hópur einstaklinga sem hafa viðamikla reynslu af málefnum ungs fólks.

Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri, bergid.is

Sigurþóra Bergsdóttir

FRAMKVÆMDASTJÓRI

Er stofnandi Bergsins Headspace. Hún hefur unnið að þessu verkefni frá því í ágúst þegar hún ákvað að fara af stað að búa til samtök til að bæta stuðningsumhverfi ungs fólks.  Sigurþóra hefur reynslu af þessum málum sem aðstandandi en sonur hennar upplifði mikla vanlíðan og erfiðleika sem enduðu með því að hann tók eigið líf 19 ára gamall árið 2016.  Sigurþóra er vinnusálfæðingur og hefur unnið ýmis störf í gegnum tíðina en auk þess að vinna að stofnun Bergsins situr hún í bæjarstjórn á Seltjarnarnesi fyrir Samfylkinguna.

Harpa Ýr

Harpa Ýr Erlendsdóttir

VERKEFNASTJÓRI

Starfar sem verkefnastjóri og ráðgjafi Bergsins en er iðjuþjálfi að mennt en að auki hefur hún sérhæft sig í náttúrumeðferð og er ein af stofnendum og formaður NÚM- samtaka áhugamanna um náttúrumeðferð á Íslandi. Harpa hefur yfir 20 ára reynslu af starfi með ungu fólki, fyrst í gegnum ÍTR og svo síðar á Æfingastöð SLF,  Bugl og í geðendurhæfingu fullorðinna á LSH. Hún tók þátt í að móta starfsemi og umgjörð Bergsins og situr í fagráði.

Sigrún Sigurðardóttir

RÁÐGJAFI OG TENGILIÐUR VIÐ HÁSKÓLA

Sigrún Sigurðardóttir er hjúkrunarfræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri. Hún er með meistaragráðu í heilbrigðisvísindum og doktorsgráðu í hjúkrunarfræði með áherslu á sálræn áföll og ofeldi, afleiðingar og úrræði.

Hún hefur unnið að verkefninu frá upphafi með Sigurþóru. 

 

Sigrún hefur aðallega starfað áður sem lögregluþjónn, á geðdeild, í heilsugæslu og í starfsendurhæfingu.  Hún hefur reynslu af því að vinna með einstaklingum sem hafa orðið fyrir sálrænum áföllum svo sem kynferðislegu ofbeldi í æsku. Hennar áhersla er að innleiða áfallamiðaa þjónustu. 

Fólkið okkar í Berginu

Stjórn

Í stjórn Bergsins sitja, Svanfríður Dóra Karlsdóttir, lögmaður og formaður stjórnar; Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður; Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, dósent og sviðsstjóri í Sálfræði við Háskólann í Reykjavík; Sara Óskarsson, myndlistarmaður og varaþingmaður; Svala Íslfeld Ólafsdóttir, lögfræðingur, dósent við HR og sérfræðingur hjá Dómsmálaráðuneytinu; Manda Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri sérhæfðar endurhæfingardeildar á LSH og Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg

Fagráð

Fagráð kemur að þróun á faglegu starfi  Bergsins headspace og er vettvangur fyrir umræður og skoðanaskipti um framkvæmd þjónustu. Ráðið er skipað fræðimönnum úr háskólasamfélaginu og þverfaglegum hópi með reynslu af vinnu með ungu fólki. Í fagráðinu sitja Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi; Harpa Ýr Erlendsdóttir, iðjuþjálfi; dr. Sigrún Sigurðardóttir, lektor við HA; Anna María Jónsdóttir, geðlæknir; Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins og Sjöfn Evertsdóttir, sálfræðingur. Fagráðið fylgist með starfi Bergsins og kemur að málum er varðar faglega framkvæmd.

Ungmennaráð

Ungmennaráð er skipað talsmönnum ungs fólks sem kemur að ákvarðanatöku og þróun innra starfs Bergsins headspace. Einnig kemur ráðið að ýmsum verkefnum sem framkvæmdastjóri vísar til ráðsins eða eru sprottin út frá þörfum ungmenna og snúa að innra eða ytra starfi. Ungmennaráð er skipað 7 ungmennum undir 30 ára.

Scroll to Top