Stefna Bergsins

Bergið mun veita einstaklingsmiðaða ráðgjöf og þjónustu til ungmenna upp að 25 ára aldri. Með fræðslu og stuðningi finnum við leiðir í samvinnu að bættri líðan og eflum virkni ungmenna í samfélaginu. Þjónustan mun miða að því að efla þátttöku og þekkingu ungmenna og auka tengsl þeirra við samfélagið.

Framtíðarsýn og markmið Bergsins

Bergið stefnir að því að vera leiðandi afl í að þróa þjónustu fyrir ungt fólk á forsendum ungs fólks. Bergið mun leitast eftir að ná markmiði sýnu með því að skapa þjónustu á eftirfarandi hátt:

Skapa aðgengilega þjónustu með hlýtt, heimilislegt, opið viðmót.

Húsnæði Bergsins mun vera fullt af kærleika, gleði, þar sem ungmenna vita að hverju þau ganga í áreiðanlegu og heiðarlegu umhverfi.

Þjónustan mun vera opin, fordómalaus og sveigjanleg þar sem hlustað er á raddir ungmenna.

Gildi Bergsins

Aðgengi – kærleikur – traust

Leiðarljós- Mottó Bergsins

“Fyrir ungt fólk á forsendum ungs fólks”

Scroll to Top