fbpx
styrkur frá velferðasviði Reykjavíkur, bergid.is

Styrkur frá Velferðarráði Reykjavíkur

Sigurþóra Bergsdóttir tók í dag við 9,5 milljóna króna styrk frá Velferðarráði Reykjavíkurborgar.

Árlega setur velferðarráð sér ákveðnar áherslur vegna úthlutun styrkja og að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á verkefni sem bæta líðan og hag barna- og ungmenna og fjölskyldna þeirra. Einnig lagði velferðarráð áherslu á verkefni sem stuðla að geðheilbrigði, virkni og hvers konar atvinnu- og samfélagsþátttöku.

Veittir voru styrkir fyrir einstök verkefni og starf félaga- og hagsmunasamtaka var styrkt til eins eða þriggja ára.

Minningarsjóður Bergs Snæs fær níu og hálfa milljón til að stofna stuðningssetur (Bergið Headspace) í höfðuborginni fyrir ungt fólk í vanda.

Sjá nánar um styrki Velferðarráðs hér