Sigurþóra Bergsdóttir tók þátt í Snjallræði 2018 fyrir hönd samtakanna um Bergið, stuðningssetur fyrir ungt fólk.
Síðastliðin föstudag tók Sigurþóra svo á móti viðurkenningu fyrir hugmyndina og verkefnið um Bergið frá Snjallræði 2018.
Bergið verður þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir ungt fólk, á aldrinum 15-25 ára, með einstaklings- og áfallamiðaðri þjónustu. Tilgangurinn er að búa til vettvang þar sem ungt fólk getur fengið beint samband við aðila sem veita stuðning og ráðgjöf út frá þörfum hvers og eins.
Sigurþóra tók þátt í Snjallræði 2018 fyrir hönd samtakanna þar sem hún vann að stofnun setursins. Það er afar ánægjulegt að fylgjast með öflugu starfi samtakanna.