Þjónusta

Í Berginu er hægt að fá viðtal við fagaðila sem kortleggur vanda, veitir stuðning, fræðslu og ráðgjöf um þjónustu í samfélaginu og brúar brýr milli kerfa. Gert er ráð fyrir að málastjóri haldi utan um málefni hvers ungmennis og fylgi þjónustu eftir þar til ekki er lengur þörf á stuðningi.

Hægt er að fá einstaklingsviðtöl þar sem ráðgjöf og stuðningur er veittur. Ungmenni geta einnig óskað sjálf eftir stuðningi við aðstandendur sína en þjónustan er ávallt veitt á forsendum þeirra.

Markmið Bergsins er að veita stuðning og ráðgjöf fyrir ungt fólk á forsendum ungs fólks aðlaga þjónustuna og veita fræðslu sem snýr að þeirra þörfum hverju sinni.

Þú getur komið í Bergið, þú getur hringt í Bergið og þú getur spjallað við okkur í Berginu.