fbpx
Ungmennaráð Bergsins 2019, bergid.is

Ungmennaráð

Ungmennaráð Bergsins kom saman í gær í fyrsta sinn, sunnudaginn 27. janúar.
Þetta var frábær og afkastamikill fundur þar sem að þessir flottu krakkar lögðu til hugmyndir um það hvernig Bergið ætti að líta út og starfa.

Við erum ofsalega þakklát þessu unga og klára fólki sem gaf sér tíma í að leiðbeina okkur í því hvernig Bergið geti hjálpað ungu fólki sem mest, og hvernig við förum að því að tryggja það að Bergið verði aðlaðandi fyrir þennan hóp. Takk snillingar! ❤️💙

Og bestu þakkir fær Dominos fyrir að bjóða ungmennaráði Bergsins upp á gómsætar pizzur. Takk Dominos!