Fagaðilar með reynslu og þekkingu

Ráðgjafar Bergsins veita stuðning og ráðgjöf til ungs fólks á þeirra forsendum. 

Um Bergið

Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem vill fá aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu.

Okkar markmið

Við veitum stuðning og fræðslu til ungs fólks á þeirra forsendum. Við aðlögum þjónustuna að þeirra þörfum hverju sinni.

Verkefni Bergsins

Ráðgjafar Bergsins veita ungu fólki stuðning, aðstoða með leiðir til að vinna úr vandamálum og veita fræðslu.

Sýn Bergsins

Að stuðla að samfélagi sem er samúðarfullt, sporna gegn fordómum og styðja við ungt fólk í vanda.