Styrkja Bergið
Einnig er hægt að millifæra á Bergið Kt: 431018-0200 Rk: 0301-26-010481 Bergið headspace starfar samkvæmt lögum nr. 110/2021 um félög til almannaheilla og er skráð í almannaheillaskrá, því geta gjafir til Bergsins á þessu ári veitt gefanda skattaafslátt. Frádráttur einstaklinga getur verið á bilinu 10 - 350 þús. kr. á almanaksári, hjóna og sambúðarfólks alls 700 þús. kr. og kemur til lækkunar á útsvars- og tekjuskattsstofni en er ekki millifæranlegur og ber því að halda framlögum hvers einstaklings aðgreindum. Frádráttur rekstraraðila getur numið 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem gjöf er afhent eða framlag er veitt.
Þinn stuðningur skiptir okkur máli
Með því að styrkja Bergið ertu að ganga til liðs við hóp fólks, sem er með það að markmiði að stuðla að bættri líðan ungs fólks. Við erum ótrúlega þakklát þeim fjölmörgu einstaklingum, fjölskyldum og samtökum sem styðja við starfsemina.
Bergið aðstoðar ungt fólk til framtíðar
Með samstöðu getum við haft áhrif og aðstoðað ungt fólk í vanda. Við getum stuðlað að samfélagi þar sem geðheilbrigðismál eru samþykkt sem hluti af lífinu. Vakni spurningar, þá má alltaf senda póst á bergid@bergid.is