Ég vil gerast félagi í Berginu Headspace félagasamtökum
Saman getum við hjálpað ungu fólki í vanda – Skráðu þig í dag! Þátttaka þín hjálpar okkur að fjármagna þjónustu fyrir ungmenni sem þarfnast aðstoðar.

Hvað felur það í sér að gerast félagi Bergsins Headspace?
Þú verður hluti af hópi fólks sem hefur það að markmiði að styðja við geðheilbrigði og farsæld ungmenna.

Félagsgjald er ekki hátt
Félagsgjaldið er aðeins 2.900 krónur á ári.

Regluleg fréttabréf
Félagsmenn fá send ársfjórðungsleg fréttabréf og eru á póstlista þar sem helstu fréttir af starfinu eru sendar.

Þú hefur áhrif
Félagsmenn geta tekið þátt í störfum félagsins, hafa atkvæðisrétt á aðalfundi og geta boðið sig fram í stjórn.
Við fögnum nýjum félagsmönnum. Sendu okkur póst á netfangið bergid@bergid.is