22/03/2024
Bergið heldur Örnámskeiðið ,„Prófkvíði, frestunarárátta og fullkomnunarárátta“ miðvikudaginn 3. apríl.
„Prófkvíði, frestunarárátta og fullkomnunarárátta - Örnámskeið“
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 (16:00-20:00)
Prófkvíði og frestunarárátta og fullkomnunarárátta:
Mjög algengt er að nemendur fresti heimanámi, prófundirbúningi, verkefnaskilum fram á síðustu stundu sem getur valdið verulegri vanlíðan og kvíða. Algengasta frestunin tengist prófalestri sem oft á tíðum leiðir til lakari frammistöðu á prófum sem og aukinni andlegri vanlíðan. Ekki er til nein algild ástæða fyrir því af hverju nemendur fresta en niðurstöður rannsókna hafa þó fundið að ein af algengustu ástæðunum sé að frestunin sé tilkomin vegna fullkomnunaráráttu. Fullkomnunarárátta er talin vera „persónueinkenni“ þar sem einstaklingur á það til að setja alltof háar kröfur á sig ásamt því að vera of gagnrýninn á eigin frammistöðu.
Markmið:
Að auka skilning á prófkvíða og hvernig frestunar og fullkomnunarárátta stuðla að aukinni vanlíðan og meiri prófkvíða. Sem og læra aðferðir til að takast betur á við prófkvíðaeinkenni.
Hvar og hvenær:
Námskeiðið er sett upp sem eitt skipti í 4 klukkustundir. Og verður haldið í Berginu miðvikudaginn 3. Apríl kl. 16:00-20:00. Kaffi og vatn í boði en gott að hafa með sér smá nesti (hægt að geyma í kæli).
Fjöldi þátttakenda:
12 – 14 einstaklingar
Stjórnendur:
Hildur Baldvindsóttir, sálfræðingur.
Tilvísanir í námskeiðið:
Skráning fer fram í gegnum netfangið hildurb@bergid.is