Til baka í fréttirnar

14/09/2023

Aðferðir til þess að huga að andlegri heilsu á nýju ári

Æfing í sjálfsánægju. Mörg nýársmarkmið einblína á það sem manni finnst þurfa að laga eða að bæta, hvort sem það er hvernig við lítum út eða hver við erum. Í staðin fyrir að reyna að breyta okkur, reynum frekar að nýta nýja árið í að kunna að meta það sem við höfum og það sem við erum.

Hreyfing. Reynum að hreyfa líkaman okkar í allaveganna 30 mínútur á dag. Sú aðferð getur hjálpað mikið við einkennum af kvíða og þunglyndi. Tegund hreyfingarinnar skiptir ekki máli, hvort sem það er göngutúr, hóptími í ræktinni eða að stunda íþrótt með fjölskyldu eða vinum.

Þakklæti. Rannsóknir sýna að æfing í þakklæti getur vakið þakklætistilfinningu og bjartsýni sem hjálpar til við að kljást við lífið.

Þú í fyrsta sæti. Mikilvægt er að muna að það að huga að sinni heilsu er ekki sjálfselskt. Það að taka frá tíma á hverjum degi til þess að hugsa um sig getur haft gífurlega góð áhrif á þína eigin heilsu, hvort sem það er að fara í bað, eyða tíma með vinum eða fjölskyldu eða horfa á mynd. Gerðu það sem hjálpar þér að slaka á og endurhlaðast.

Að þekkja sig. Þú þekkir þig best og að fylgjast með hvernig okkur líður hjálpar til við að sjá hvenær við þurfum að biðja um hjálp.