Persónuverndarstefna

Verndun persónuupplýsinga: við viljum vernda þínar persónuupplýsingar eins vel og hægt er.

Verndun persónuupplýsinga 

Verndun persónuupplýsinga er mikilvæg í Berginu Headspace. Persónuverndarstefnan veitir upplýsingar um þau gögn sem vefsíða Bergsins safnar og hvernig þau gögn eru vernduð. Megin tilgangur vefsíðu okkar er að vera upplýsingaveita um starfsemi Bergsins og vettvangur fyrir skráningar styrktaraðila og bókanir viðtalstíma.  

Samstarfsaðili okkar notast við tæknilausnir á borð við vefkökur til að safna upplýsingum um virkni þína á þessari vefsíðu og öðrum vefsíðum til að sjá þér fyrir auglýsingum sem byggjast á vefsögu þinni og áhugasviðum. Ef þú óskar eftir því að ekki verði notast við þessar upplýsingar til að sjá þér fyrir auglýsingum sem byggja á áhugasviðum þínum getur þú lesið þér nánar til með því að smella hér ef þú ert staðsettur/staðsett innan Evrópusambandsins eða Norður-Ameríku.  

Hvernig við notum persónuupplýsingar 
Við notum þessar upplýsingar til að: finna hvað hentar best fyrir vefsíðuna og markaðssetningu, aðstoða við markaðssetningu, finna nýjar leiðir til að bæta vefsíðu okkar og markaðssetningu og aðlaga vefsíðuna betur að þörfum notenda. Við gætum einnig notað persónuupplýsingar í öðrum tilgangi sem yrði tilgreindur við söfnun upplýsinganna. 

Þinn réttur 
Í sumum tilfellum hefur þú rétt á að stöðva vinnslu á persónuupplýsingum þínum. Þetta á við ef vafi leikur á nákvæmni upplýsinganna, ef þú vilt fá afrit af upplýsingum sem hafa verið unnar með ólögmætum hætti og þú vilt þar af leiðandi ekki að þeim sé hent, ef þú vilt framlengja geymslu á upplýsingagögnum lengur en Bergið Headspace gerir ráð fyrir eða ef þú dregur í efa réttinn til vinnslu á upplýsingagögnum og ekki hefur verið útskurðað í málinu.