SKILMÁLAR OG ÞJÓNUSTA
Velkomin í vefverslunina bergid.is sem er í eigu og rekstri Bergsins. Hér eftir verður notast við „við“, „okkur“ og „okkar“ þegar átt er við bergid.is.
Vinsamlegast lestu skilmálana vandlega áður en þú verslar í vefverslun okkar. Með því að nota vefverslun bergid.is samþykkir þú þessa skilmála.
UM BERGIÐ
Bergid,
Suðurgata 10,
101 Reykjavík, Ísland
kt. 431018-0200
email: bergid@bergid.is
sími: 571-5580
1. PERSÓNUUPPLÝSINGAR
Við virðum friðhelgi þína og meðhöndlum persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/200 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þegar verslað er í vefverslun þarf að gefa upp nafn, heimilisfang og netfang. Þessar upplýsingar eru eingöngu nýttar til að ganga frá pöntun, en kaupsaga er vistuð áfram á öruggu svæði sem er læst. Athugið að kortanúmer eru aldrei geymd á vefsvæðum okkar og einungis er hægt að sjá tegund greiðslu, ef fletta þarf upp pöntun. Við deilum aldrei persónuupplýsingum með þriðja aðila.
2. LEIÐBEININGAR
Vefverslunin bergid.is er einföld og örugg. Hér fyrir neðan geturðu skoðað skref fyrir skref hvernig þú verslar og hverju þú getur átt von á.
Skoðaðu vöruna og lestu upplýsingarnar, við reynum að hafa þær sem ítarlegastar.
Smelltu á “setja í körfu” þegar þú hefur fundið það sem þér líkar. Um leið og aðgerðin er framkvæmd sérðu tölu í innkaupakörfunni í toppi síðunnar. Það er fjöldi þeirra vara sem eru í innkaupakörfunni þinni. Þú ert einnig fluttur um leið í körfuna til að auðvelda að ljúka verslun, en getur að sjálfsögðu ákveðið að halda áfram að versla.
Veldu fleiri vörur og settu í körfuna eða veldu að skoða körfu til að fullvissa þig um að allar upplýsingar séu réttar. T.d. fjöldi eininga. Þú getur alltaf fjarlægt vörur með því að smella á Xið eða breytt fjölda og mundu þá að “uppfæra körfuna”. Það er einnig hér í körfunni, sem þú bætir inn afsláttarkóða ef þú hefur slíkan í fórum þínum.
Ef þú ert nýr viðskiptavinur þarftu að fylla út næstu skref, sem snúa að greiðsluupplýsingum og heimilisfangi. Ef þú hefur verslað áður á bergid.is getur þú alltaf skráð þig inn á “Mínar síður” og nýtt upplýsingar sem fyrir eru. Ef þú hefur gleymt lykilorðinu, smelltu þá á “gleymt lykilorð”, skráðu netfangið eða notendanafn og nýtt lykilorð er sent um hæl á netfangið þitt.
Þú fyllir út upplýsingarnar og smellir á “áfram”. Þegar hér er komið sögu þarftu að skrá upplýsingar um greiðslukort. bergid.is síðan sendir þig áfram yfir í örugga greiðslugátt Borgunar um leið og skrá þarf upplýsingar um greiðslukortið. bergid.is er því aldrei með neinar slíkar upplýsingar, heldur tekur Borgun beint við þeim og varðveitir og gengur frá greiðslunni. Mundu að haka við að þú hafir samþykkt skilmálana og svo staðfesta pöntun.
Þegar greiðslu er lokið ættir þú að færast aftur yfir á síðuna bergid.is– sýndu smá þolinmæði. Þá geturðu skoðað allar upplýsingar um pöntunina þína í “Mínar síður”. Þú færð einnig staðfestingu á pöntun senda um hæl á netfangið, sem þú hefur skráð.
3. VÖRUR, NIÐURHAL
Þú finnur vörur í vefverslun bergid.is sem eru niðurhalanlegar og svokölluð “sýndarviðskipti” eins og t.d. Styrktargreiðslur eða rafræn gjafakort. Sú kvittun sem þú færð um hæl þegar viðskiptum er lokið, er einnig kvittun fyrir kaupunum og veitir í sumum tilvikum aðgang að t.d. hlekk til að hlaða vörunni niður.
4. VERÐ Á VÖRU
Uppgefið verð í vefverslun okkar er í íslenskum krónum. Verðið er heildarverð. Bergid er félagasamtök og því undanþegin söluskatti. Athugið að verðbreytingar eru ekki auglýstar fyrirfram.
5. FERILL PANTANA
Þegar þú hefur lokið við að panta í vefverslun færðu tölvupóst með pöntunarnúmeri og kvittun fyrir vörukaupum. Þú færð einnig staðfestingu ef varan er send frá versluninni. Við áskiljum okkur rétt til að bakfæra allar pantanir ef grunur um einhvers konar misferli vaknar.
6. GREIÐSLULEIÐIR
Eftirfarandi kort er hægt að nota í vefverslun bergid.is:
Visa
Mastercard
Greiðslan mun birtast á kortayfirliti þínu á sama hátt og almennar færslur í verslun.
7. GREIÐSLUVANDAMÁL
Ef vandamál vegna greiðslu koma upp eftirá vegna greiðslu (t.d. vákort) áskiljum við okkur rétt til að hafna greiðslunni og hætta við pöntunina.
8. ÖRYGGI VEFSVÆÐIS
Við setjum öryggi viðskiptavina okkar á oddinn. Við notum bestu tækni sem völ er á til að tryggja að allar greiðslur séu öruggar. Notast er við SSL kóðun til að tryggja dulkóðun kortanúmersins og annara persónugagna, en kóðunin uppfyllir ströngustu kröfur um gagnavernd á netinu. Undir lok pöntunarinnar flytur síðan þig yfir á https-svæði þar sem þú setur inn kortaupplýsingar. Kortaupplýsingar eru settar beint inn á svæði Borgunar ehf. og því er bergid.is aldrei handhafi slíkra upplýsinga. Við vistum sem sagt engar kortaupplýsingar á vefþjónum okkar eða vefsvæðum.
Gamlir vafrar geta verið öryggisógn og því mælum við alltaf með að notendur séu með nýjustu útgáfu af þeim vafra sem þeir kjósa að nota. Gamlir vafrarar geta einnig komið í veg fyrir þægileg, einföld og örugg viðskipti með því að “tala” ekki beint við vefsvæðið.
9. AÐ SKIPTA OG SKILA VÖRU
Vörur í versluninni, eru sem útgangspunktur sýndarvörur (styrkir, gjafakort og álíka). Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á öðrum vörum verði um slíkt að ræða, gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Styrkir og kaup á gjafabréfum eru sýndarviðskipti og því ekki um sendingarmáta að ræða. Afhending kvittunar er rafræn og sendist um leið og Bergið hefur kvittað fyrir stuðninginn.
10. ÁBYRGÐ OG SKULDBINDING
Vefverslun þessi er opin öllum en við erum ekki ábyrg fyrir rangri notkun síðunnar né erum við skuldbundin til að eiga alltaf allar vörutegundir til á lager.
Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna ofangreindra skilmála skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Við hlökkum til að eiga skemmtileg og einlæg viðskipti við þig.
Bergid
kt. 431018-0200
Suðurgata 10,
101 Reykjavík
email: bergid@bergid.is
sími: 571-558